Preview Mode Links will not work in preview mode

Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp


Feb 4, 2021

Hvað varð til þess að bankahrunið átti sér stað 2009? Hvaða lærdóm getum við dregið af því og hvernig má koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig? Gunnlaugur Jónsson ávarpar þetta viðfangsefni í bók sinni Ábyrgðarkver sem kom út árið 2012.

Bókin er stutt og skorinort. Þetta er ekki bara bók um bankahrunið sjálft heldur þá persónulegu ábyrgð sem hvert og eitt okkar ber að taka í okkar lífi. 

Í þættinum ræddum við hugmyndafræði bókarinnar og fórum víða. Fjármál, persónuleg ábyrgð, uppeldi, heimspeki, trú. Þetta er fyrsti þátturinn okkar með höfundaspjalli og erum Gunnlaugi mikið þakklátir fyrir það.

Þátturinn er tekinn upp í Rabbrými Bókasafns Hafnarfjarðar.