Preview Mode Links will not work in preview mode

Bókabræður - Bókaklúbbs hlaðvarp


Mar 1, 2021

Er öldrun sjúkdómur sem er hægt að lækna? Er hægt að koma í veg fyrir algenga öldrunarsjúkdóma og lifa lengur við betri heilsu?

Samkvæmt því sem David Sinclair heldur fram í bókinni Lifespan er svarið já. Hann heldur því fram að öldrun sé sjúkdómur sem hægt er að lækna og byggir það á rannsóknarvinnu sem hann hefur verið hluti af í 30 ár og fer meðal annars yfir allt um líffræði öldrunar, hvernig má hægja á öldrun og meira að segja snúa öldrun við.

David Sinclair er leiðandi í rannsóknum á öldrun og stýrir meðal annars Department of Aging hjá Harvard Medical School og vinnur við genarannsóknir í átta mismunandi fyrirtækjum sem hann hefur stofnað. Hann á 35 einkaleyfi fyrir uppgvötanir sínar.

Tekið upp í Rabbrýminu, Bókasafni Hafnarfjarðar.